á endalausu ferðalagi...
mánudagur, júní 21, 2004
Mætt á Ísland og í vinnuna ....

Já, já núna er í ein við síman. Þetta er bara fínt fullt af hlutum sem ég þarf að muna. Sem betur fer eru allir voða góðir við mig og hjálplegir.

Ferðalagið frá Odense og alla leið til Íslands gekk bara vel. Það var full vel af fólki og rosalega heitt. Til að bæta svo gráu ofan á svart var ekki hægt að stilla hitastigið fyrir hvern og einn, púff það var mjög heitt og svo bara kalt þegar við nálguðustum Ísland.
Kastrup lokar 22.00 þannig að við mamma vorum búnar að ákveða að fá okkur að borða en það gafst enginn tími. Kvöldmaturinn var sem sagt í boði Icelandair, kaldar kjötbollur,köld bolla og kartöflusalat!

Núna er bara frábært veður og ég er að velta fyrir mér að kíkja í sundlaugarnar í kvöld þegar ég er búin að vinna og komin með bíl.

Bless í bili

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.